Vilja að Alþingi verði kallað saman

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. Árvakur/Golli

Þingflokkur VG hefur sent forsætisráðherra, forseta Alþingis og formönnum fjárlaganefndar og efnahags- og skattanefndar bréf þess efnis að Alþingi komi saman þegar að lokinni verslunarmannahelgi til að fjalla um stöðu og horfur í efnahags- og atvinnumálum.

Flokkurinn leggur jafnframt til að fjárlaganefnd og efnahags- og skattanefnd komi þegar saman til sameiginlegra fundi og boði til sín helstu sérfræðinga á sviði ríkisfjármála og efnahagsmála sem og aðila vinnumarkaðarins og helstu hagsmunasamtök. Þetta starf nefndanna verði til undirbúnings umfjöllunar Alþingis um stöðu mála í byrjun ágústmánaðar.

Í ályktun, sem flokkurinn hefur samþykkt segir m.a., að ræða þurfi um hvað vænlegast sé að gera til að verja þjóðarbúið frekari áföllum, hefja endurreisn í þjóðarbúskapnum og endurheimta efnahagslegan stöðugleika.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert