Ekki hætta á hagsmunaárekstrum

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson.

Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Aska Capital og nýráðinn efnahagsráðgjafi í forsætisráðuneytinu, óttast ekki hagsmunaárekstra vegna þessara tveggja starfa.

„Við fórum yfir allt sem hugsanlega gæti valdið slíku og girtum fyrir það. Ég hverf frá Öskum, verð með aðstöðu í stjórnarráðinu, sel hlutafé mitt í fyrirtækinu og þigg ekki laun þaðan á meðan,“ segir hann.

Aðspurður um hvað hann muni gera fái hann upplýsingar sem Askar Capital geti grætt á, segist hann ekki munu nota þær. „Ég er vanur að fara með innherjaupplýsingar, enda er það nauðsynlegt til að vera hæfur til að reka fjármálafyrirtæki.“

Um lengd ráðningarinnar segir Tryggvi það hafa verið metið sem ekki verjandi að hann væri lengur frá fyrirtækinu. „Svo þarf forsætisráðherra mestan stuðning yfir þessa sex mánuði.“ Þá segir hann ekki annað standa til en að hann fari aftur til Aska að tímabilinu liðnu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert