Brúðkaup undir jökli

Brúðkaup undir Snæfellsjökli
Brúðkaup undir Snæfellsjökli Linda Björk Hallgrímsdóttir

Afar vinsælt er að ganga í það heilaga vestast á Snæfellsnesi, á svæði sem oft er nefnt Undir Jökli.

Margir kjósa að gifta sig í kirkjunum á Búðum, Hellnum eða Ingjaldshóli en svo eru líka margir sem kjósa umhverfi náttúrunnar á Djúpalónssandi, Öndverðarnesi eða á toppi Jökulsins sjálfs svo fáeinir staðir séu nefndir.

Í júní fór fram allsérstætt brúðkaup á Jöklinum. Þá gengu í það heilaga þau Arndís Hrund Guðmarsdóttir og Árni Salómonsson en brúðurin er bundin hjólastól og brúðguminn er dvergvaxinn.

Að sögn starfsfólks þjóðgarðsins var athöfnin var hin minnisstæðasta og þjóðgarðurinn óskar hinum nýgiftu alls hins besta í framtíðinni.

Sérstæð náttúra og merkar sögulegar minjar urðu til þess að þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður Undir Jökli þann 28. júní 2001. Er þjóðgarðurinn sá fyrsti á Íslandi sem nær í sjó fram.

Yfir sumarmánuðina starfa þar landverðir við fræðslu, upplýsingagjöf, eftirlit og umhirðu. Skipulagðar gönguferðir eru nokkrum sinnum í viku.

Heimasíða þjóðgarðsins Snæfellsjökuls

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert