Segist ekki hunsa náttúruna

„Ég hef átt tvo fundi með Landvernd vegna þessara þriggja vega sem hann [Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar] gerir að umtalsefni. Landvernd fékk þar að útskýra sín sjónarmið.

Bergur Sigurðsson segir að það sé kominn tími til að samgönguyfirvöld „fari að sýna náttúru Íslands tilhlýðilega virðingu“. Á hann þar við fyrirhugaða vegagerð á Gjábakkavegi, veg við Teigsskóg og Dettifossveg.

Í ályktun Landverndar um Dettifossveg segir að með Jökulsá á Fjöllum séu ummerki eftir stærstu jökulhlaup sem orðið hafa á jörðinni eftir ísöld, en vegurinn á að fara um þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum. Landvernd segir þjóðveg, lagðan fyrir 90 km hraða, rýra mjög gildi svæðisins til náttúruverndar. Hefð sé fyrir því að þjóðvegur liggi austan Jökulsár og allt mæli með því að svo verði áfram. „Mat á umhverfisáhrifum allra þessara framkvæmda hafa farið fram. Í öllu þessu ferli, varðandi þessa þrjá vegi, hefur verið farið eftir lögum í einu og öllu,“ segir Kristján.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert