Skilti verða sett upp við Reynisfjöru

Ferðamenn í Reynisfjöru.
Ferðamenn í Reynisfjöru. mbl.is/RAX

Almenningi verður meinaður aðgangur að Reynisfjöru verði þar ekki komið upp viðvörunarskilti, að sögn Ólafs Steinars Björnssonar, eins stærsta eiganda fjörunnar. Hann vill að Ferðamálastofa standi straum að kostnaði við gerð og uppsetningu skiltisins.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er málið í vinnslu og skilti og bjarghringir verða sett upp.

Þriðjudaginn síðasta voru þýsk hjón hætt komin vestan við Dyrhólaey þegar brimalda hrifsaði þau með sér. Fréttaflutningur var hins vegar á þá leið að atvikið hefði átt sér stað í Reynisfjöru, og sköpuðust umræður um hvort ekki þyrfti að setja þar upp viðvörunarskilti til handa ferðamönnum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert