Verið að fjölga konum í yfirstjórn

Gunnar Birgisson.
Gunnar Birgisson.

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, segir ekkert athugavert við mannaráðningar hjá bænum en Samfylkingin gagnrýnir harðlega að ráðið hafi verið í stöður embættismanna að undanförnu án auglýsingar.  Gunnar sagði í fréttum Útvarpsins, að ráðningarnar séu löglegar og verið sé að fjölga konum í yfirstjórn bæjarins.

Gunnar sagði í útvarpsfréttum,  að starfsmenn Kópavogsbæjar verði að geta unnið sig upp eins og annars staðar tíðkast. Meirihluta bæjarráðs hafi ekki þótt heiðarlegt að auglýsa stöðurnar bara til að auglýsa þær, þar sem búið var að ákveða hverjir áttu að fá þær. 

Samfylkingin í Kópavogi gagnrýndi sérstaklega ráðningu í stöðu framkvæmdastjóra fræðslusviðs en Gunnar segir konuna, sem þar var ráðin, vera einstaklega vel til þess fallna að gegna starfinu. Starfið snúist mikið um starfsmannamál og  hún sé með meistarapróf í starfsmannastjórnun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert