Góð berjaspretta á Héraði

Vel lítur út með berjasprettu á Héraði í sumar.
Vel lítur út með berjasprettu á Héraði í sumar. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Berjaspretta virðist ætla að góð á Héraði í sumar þrátt fyrir kalt vor og frostnætur í júní. Mikið er komið af krækiberjum og eru þau orðin vel þroskuð þótt ekki sé lengra liðið á sumarið.

Vefur Fljótsdalshéraðs greinir frá því að grænjaxlar á bláberja- og aðalbláberjalyngi gefi einnig góðar vonir. 

Blómgun á hrútaberjalyngi sé góð en þau eru sjaldan orðin þroskuð fyrr en í lok ágúst.  Einnig sé gaman að sjá hve hrútaberjalyng dreifir sér og er nú orðið áberandi í gróðri á mun fleiri stöðum en áður.


Þá segir að veðrið sem leikið hafi við mannfólkið undanfarið komi sér líka vel fyrir berin og nokkrir heitir sólardagar geti skipt sköpum um þroska berjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert