Furðar sig á einræðistilburðum

Margrét Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi  Frjáslynda flokksins er sammála borgarstjóra um að varðveita beri götmynd Laugavegar og  verðlaunatillaga um Listaháskóla sé ekki heppileg. Hún segist þó furða sig á ógeðfelldum stjórnarháttum hans og einræðistillburðum en hann rak Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur  úr Skipulagsráði eftir að hún sagði ekki eðlilegt að tjá sig um tillöguna fyrr en skipulagsráð hefði komið saman.

Margrét Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi  hefur fylgt minnihlutanum að málum eftir að Ólafur F. Magnússon myndaði núverandi meirihluta með Sjálfstæðisflokki. Hún segir að meirihlutinn hafi oft verið tæpur og sé það einnig núna. Hanna Birna reyni þó að bakka borgarstjórann upp,  ekki síst til að vernda sína pólitísku framtíð sem borgarstjóri  eftir fyrsta mars á næsta ári. 

Margrét Sverrisdóttir vonar að meirihlutinn springi ekki á þessu máli.  Hún segir að almenningur sé búinn að fá nóg af hringlandahætti. Best sé að núverandi  meirihluti haldi áfram að grafa sína eigin gröf fram að kosningum. Þá sé hægt að byrja með hreint borð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert