Greiða eftir á fyrir komur að Kerinu

Ferðamenn við Kerið.
Ferðamenn við Kerið. mbl.is/ÞÖK

Ferðaskrifstofan Farvegur ehf. hefur samið við Kerfélagið um að að greiða gjald fyrir að fá að stoppa með ferðamenn við Kerið.

Hildur Jónsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar, segir ekki búið að semja um verðið. Það verði gert í lok sumars þegar fjöldi heimsóknanna er kominn á hreint, en þá verði einnig gengið frá greiðslum.

„Ég held að á meðan málið er í þeirri stöðu að ekki er búið að finna leið til að fjármagna viðhald á svæðinu, verðum við að hlusta á eigendurna,“ segir Hildur aðspurð um hvort hún sé ánægð með þessa lausn málsins.

Þórir Garðarson, sölu- og markaðsstjóri hjá Iceland Excursion, segir að fyrirtækið muni ekki gera álíka samning og gerir ekki ráð fyrir að aðrar ferðaskrifstofur sem heimsæki Kerið taki í mál að greiða fyrir það gjald. „Við borgum gjald þar sem veitt er þjónusta. En við borgum ekki gjald sem arðgreiðslu af landi, enda er ólöglegt að taka slíkt gjald.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert