Hótunarbréf vegna gleðigöngu

Stöð 2 sagði frá því í kvöld, að fréttastofunni hefði borist nafnlaust bréf þar sem hótað er að koma 2 sprengjum fyrir þegar gleðiganga Hinsegin daga verður gengin eftir rúma viku. Bréfið var á ensku en póstlagt hér á landi í vikunni. 

Stöð 2 afhenti lögreglu bréfið og sagði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, að hótanir væru alltaf litnar alvarlegum augum. Hins vegar væri ekki óalgengt að hótunarbréf bærust.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert