Mikil saurgerlamengun í Tjörninni í Reykjavík

Ýtarleg rannsókn Náttúrufræðistofu Kópavogs og Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar leiddi nýlega í ljós að Reykjavíkurtjörn er mjög menguð. Einkum er tjörnin menguð saurgerlum og eldri rannsóknir benda til að í botnseti hennar sé að finna töluverða þungmálmamengun.

Lífríki í tjörninni hefur ekki farið varhluta af menguninni. Háplantan síkjamari finnst ekki lengur í tjörninni en hún hélt vatninu hreinu og tæru. Sömu sögu er að segja af ýmsum smádýrum eins og vatnaflóm sem andfuglar leggja sér til munns. Þá hafa óæskilegir bláþörungar náð þar fótfestu.

Ástæður mengunarinnar eru margþættar en hún er að mestu af mannavöldum. Er í því samhengi talað um sorpurðun, eyðingu votlendis, ofanvatn frá umferðargötum og fleira. Saurmengunin er rakin til fuglalífs og skólplosunar, sennilega frá svæði Reykjavíkurflugvallar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert