Hulduruslafötur í miðborg

mbl.is/Frikki

Þegar gengið er niður Laugaveg má nú víða sjá lítil blá hús sem minna á dúkkuhús. Þau eru hins vegar með þaki sem hægt er að lyfta svo hægt er að henda niður í þau rusli enda eru þau í raun ruslafötur, dulbúnar sem hús.

Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri segir ruslaföturnar ekki settar niður í samráði við hann, borgarstjóra eða yfirmann eignasviðs borgarinnar.

„Kannski er einhver hér að bregðast við hinu akureyrska græna framtaki með því að bæta við ruslafötum og ekki ætla ég að lasta framtakssemi ef hún er til bóta en almenn þumalfingursregla er sú að borgin sé með í ráðum þegar götur og gangstéttir eru annars vegar.“  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert