Undirbúningur skemmra kominn

Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Undirbúningur vegna álvers á Bakka var skemmra á veg kominn en vegna álvers í Helguvík, og er það helsta ástæða þess að nú var tekin ákvörðun um að álver á Bakka fari í heildstætt umhverfismat, en slíka ákvörðun var ekki unnt að taka vegna álversins í Helguvík.

Þetta sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra um ástæður þess að hún ógilti ákvörðun Skipulagsstofnunar og úrskurðað að heildstætt mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík og tengdra framkvæmda skuli fara fram.

Ekki var talið að það myndi standast meðalhófsreglu að ógilda úrskurð vegna Helguvíkur, en nú var ekki litil svo á að gengið væri gegn þeirri reglu, sagði Þórunn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert