Ákvörðun ráðherra kom mjög á óvart

Bakki við Húsavík þar sem fyrirhugað álver á að rísa.
Bakki við Húsavík þar sem fyrirhugað álver á að rísa. mbl.is/Hafþór

Ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, um að meta skuli umhverfisáhrif álvers Alcoa við Húsavík og tengdra virkjana í sameiningu getur seinkað undirbúningi framkvæmdanna eitthvað, að sögn framkvæmdaraðila, sem segja flestir að ákvörðunin hafi komið sér mjög á óvart.

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, er þar á meðal og Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa, tekur í sama streng. Hún segir fyrirtækið í framhaldinu ætla að skoða hver áhrif úrskurðarins séu nákvæmlega. 

Kristján Þór Júlíusson, fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis, Sjálfstæðisflokki, segist mjög hissa. Hann hafi talið að fyrst álverið í Helguvík hafi ekki farið í slíkt ferli hlyti Bakki sömu örlög.

„Núna á veröldin að snúast um það að nýta auðlindir landsins til verðmætasköpunar. En stóra málið er viðhorf Samfylkingarinnar til nýtingar á auðlindum landsins. Það er mjög einkennilegt hvernig þessu verkefni hefur reitt af í samskiptum við iðnaðar- og umhverfisráðuneyti,“ segir Kristján.

 Ekki sé samstaða innan þingflokks Samfylkingar um hvernig eigi að fara að þessum málum. „Það er greinilegt að þar eru átök innanborðs. Á meðan þetta skýrist ekki er það verulega slæmt að mínu mati.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert