Fjöldi fólks fær engin laun

„Nei, við höfum ekki aðstoðað fólk fjárhagslega,“ segir Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, um aðstoð stéttarfélagsins lendi fólk í að fá ekki laun sín greidd.

„Það hefur ekki fundist góð lausn á þessu, en við gefum út yfirlýsingu þegar launakrafa liggur fyrir og henni er hægt að framvísa í bönkum,“ segir Gunnar Páll.

Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, stéttarfélags Þingeyinga, segir reglur geta verið misjafnar en hjá þeim sé reynt að koma til móts við fólk og lágmarka tjón ef laun eru ekki greidd.

„Fái fólk ekki launin sín segir það sig sjálft að ekki er hægt að borga reikninga. Við reynum að aðstoða með því að lána peninga vaxtalaust sem koma aftur inn þegar launakrafa er greidd.“

Um 130 manns hefur verið sagt upp í hópuppsögnum í júlí einum, en hátt í 500 frá því í júní. kyg

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert