Mokað úr Rangánum

Gríðargóð laxveiði er í Rangánum þessa dagana. Fyrir hádegi í gær veiddust til að mynda 113 laxar í Ytri-Rangá. Veitt er á 18 stangir í ánni sem þýðir að rúmlega sex laxar veiddust á hverja stöng á vaktinni.

„Ytri-Rangá er komin yfir 2.000 laxa og var í 750 á sama tíma í fyrra, og þá varð metveiði í ánni. Hvar endar þetta?“ spurði Stefán Sigurðsson hjá Lax-á í gær. „Þetta er frábært. Það má segja að það sé löndunarbið í Rangánum. Í fyrradag veiddist 151 í þeirri ytri og það hafa veiðst um 100 á dag í báðum ánum síðustu vikuna.“

Stefán greindi einnig frá því að fjögurra daga holl sem lauk veiðum í Víðidalsá í gær hefði veitt 120 laxa á átta stangir. Þá er Tungufljót í Biskupstungum, þar sem veitt er á fjórar stangir, komið með á fimmta hundrað laxa. „Tungufljótið er ein besta veiðiá landsins í dag,“ sagði Stefán.

Nýjustu veiðitölur í 25 helstu laxveiðiám landsins voru birtar á vef Landssambands veiðifélaga, angling.is, í gær. Þar sést frábær veiði síðustu vikna svart á hvítu. Tvær ár eru þegar komnar með yfir 2.000 laxa, Norðurá og Ytri-Rangá. Í Norðurá er veiðin þegar vel yfir meðaltali síðustu ára. Í Þverá-Kjarrá veiddust yfir 500 laxar í vikunni, og í Langá er veiðin ríflega þreföld miðað við sama tíma í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert