Magni hættir verslunarrekstri

Spilaverslunin Hjá Magna.
Spilaverslunin Hjá Magna. mbl.is/Frikki

„Ég lifi í minningu fólks,“ segir Magni R. Magnússon, fyrrverandi kaupmaður og safnari, spurður að því hvort honum finnist ekki skrýtið að sjá nafnið sitt hverfa af Laugaveginum.

Spilaversluninni Hjá Magna, sem hann rak í áratugi ásamt eiginkonu sinni, Steinunni Guðlaugsdóttur, hefur nú verið lokað.

Magni seldi búðina fyrir tveimur árum en nýir eigendur hafa nú ákveðið að loka versluninni.

Mikil vinna er á bak við rekstur verslunar. „Þegar við hjónin vorum með þetta þá unnum við frá níu til sex og í desember voru 12 tíma vaktir, frá 10 til 10. Svo er eftir öll vinnan fyrir opnun og eftir lokun,“ segir hann. Búðin bar nafn Magna og eru þau samtvinnuð í hugum margra. Vel getur hugsast að vera Magna á Laugaveginum hafi aukið vinsældir nafnsins. „Þegar ég var að byrja í gamla daga vorum við bara tveir Magnar í Reykjavík en nú held ég að þeir skipti tugum Magnarnir og flestir frægari en ég.“

fifa@24stundir.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert