Meintur fíkniefnasmyglari í gæsluvarðhald

mbl.is/Július

Litháískur karlmaður á þrítugsaldri sem var handtekinn á Keflavíkurflugvelli grunaður um smygla fíkniefnum innvortis hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 15. ágúst.

Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum stöðvuðu tollverðir manninn við venjubundið eftirlit við komuna til landsins í gær, og í ljós koma að maðurinn er með hylki innvortis. Grunur leikur á að fíkniefni séu í hylkjunum, en hvorki liggur fyrir með magn né um hvaða fíkniefni sé að ræða.

Nú er beðið eftir því að hylkin fari sína leið í gegnum meltingarkerfi mannsins en það gæti tekið nokkra daga eða vikur. Maðurinn er undir stöðugu eftirliti þar sem líf hans yrði í hættu ef gat kæmi á hylkin eða umbúðirnar sem eru í meltingarvegi mannsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert