N1 lækkar eldsneytisverð á ný

N1 hefur lækkað eldsneytisverð á ný en félagið hækkaði verð á bensínlítra um 2 krónur og dísilolíu um eina krónu í morgun. Kostar lítri af bensíni í sjálfsafgreiðslu 166,70 krónur lítrinn og dísilolíu 183,60 krónur.

Olís hækkaði einnig eldsneytisverð í dag en hafði ekki lækkað aftur undir kvöld.

Verð á hráolíu hefur lækkað umtalsvert á heimsmarkaði í dag. Þannig lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 4 dali tunnan og var verðið 113,86 dalir nú síðdegis. Í New York lækkaði verðið um 3,84 dali og var 116,18 dalir; fór um tíma undir 116 dali.

Þá hækkaði gengi krónunnar í viðskiptum á gjaldeyrismarkaði síðdegis um 0,5%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert