Um 20 þúsund manns á fiskisúpukvöldi

Meðal þeirra sem buðu í súpu voru Logi Bergmann Eiðsson …
Meðal þeirra sem buðu í súpu voru Logi Bergmann Eiðsson og Svanhildur Hólm. mbl.is/Margret Þóra

Talið er að um 20 þúsund manns séu saman komnir á Dalvík í kvöld, en þar bjóða heimamenn landsmönnum upp á fiskisúpu líkt og undanfarin ár, kvöldið fyrir Fiskidaginn mikla.

„Það gengur allt mjög vel, veðrið er alveg ágætt og menn ganga milli húsa, spjalla og bragða á fiskisúpu," segir Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins. Um 80 fjölskyldur á Dalvík taka þátt í súpukvöldinu, en heimboð eru á um 50 heimilum.

„Það er mikið um að heilu fjölskyldurnar taki sig saman og malli súpu og bjóði gestum og gangandi. Stemmningin er virkilega góð, allt í rólegheitum," segir Júlíus.

Um 13 þúsund manns gista á tjaldsvæðum vítt og breitt um bæinn auk þess sem margir eiga gistingu vísa hjá vinum og ættingjum.

Fiskidagurinn er nú haldinn í áttunda sinn, en það eru fiskverkendur og ýmsir bakhjarlar sem taka höndum saman og bjóða landsmönnum upp á dýrinds fiskrétti. Hátíðin hefst í fyrramálið kl. 11 og stendur til kl. 17.  Markmiðið er að fólk komi saman, hafi gaman og borði fisk. Síðastliðin 7 ár hafa um 160 þúsund manns sótt Dalvíkinga heim á Fiskideginum mikla.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Inga Jóna Þórðardóttir, voru í …
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Inga Jóna Þórðardóttir, voru í Dalvík í kvöld. Hér eru þau með Svanfríði Jónasdóttur, bæjarstjóra. mynd/Atli Rúnar
Mikill fjöldi er samankominn á Dalvík í kvöld.
Mikill fjöldi er samankominn á Dalvík í kvöld. mbl.is/Margrét Þóra
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert