Ungur ökuníðingur handtekinn

Lögreglan hefur handtekið ökumann fjórhjóls sem mældist á 101 km hraða á Strandgötu í Hafnarfirði fyrr í dag. Ökumaðurinn flúði af vettvangi þegar lögreglan ætlaði að hafa afskipti af honum. Félagi hans, sem sat aftan á hjólinu, féll af hjólinu og slasaðist minniháttar. Þeir eru báðir 16 ára.

Lögregla segir málið rannsakað sem umferðar- og almannahættubrot. Þess má geta að hámarkshraði á Strandgötu er 50 km á klst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert