Þórunn boðar til fundar á Húsavík

Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, hefur boðað til opins fundar í Borgarhólsskóla á Húsavík annað kvöld klukkan 20. Kristján Möller samgönguráðherra og oddviti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi mun einnig ávarpa fundinn.

Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu segir, að þau Þórunn og Kristján muni ræða málefni kjördæmisins, þar á meðal nýlegan úrskurð umhverfisráherra um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum. Sá úrskurður hefur sætt harðri gagnrýni á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert