Bresk stjórnvöld fengu grænt ljós 17. mars

Halldór Ásgrímsson.
Halldór Ásgrímsson. mbl.is/Jim Smart

Hingað til hefur því verið haldið fram að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, hafi tekið ákvörðun um stuðning við Íraksstríðið þegar ósk um það barst frá bandarískum stjórnvöldum 18. mars 2003. Í nýrri grein Vals Ingimundarsonar, sagnfræðing, kemur hins vegar fram að daginn áður hafi bresk stjórnvöld fengið grænt ljós frá Íslandi.

Halldór hefur sagt opinberlega að hann hafi lagt blessun sína yfir að Ísland yrði á lista hinna viljugu þjóða í tengslum við ríkisstjórnarfund hinn 18. mars. Hins vegar ber heimildum Vals ekki saman um hvort Halldór hafi í raun gefið samþykki sitt á þeim tímapunkti, þ.e. áður en bandaríska sendiherranum var tilkynnt að Ísland væri með á listanum.

Síðar um daginn færði sendiherra Íslands í Washington bandarískum stjórnvöldum þau skilaboð að bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra stæðu að baki ákvörðuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert