Álagning olíufélaganna aukist mikið á árinu

Venjuleg dísilolía og lituð.
Venjuleg dísilolía og lituð. Mbl.is/Eyþór Árnason

Olíufélögin hafa aukið álagninu á vélarolíu um 23% á árinu. Landssamband kúabænda segir það liggja ljóst fyrir að olíufélögin skuldi neytendum mikla lækkun.

Landssamband kúabænda hefur safnað upplýsingum um innkaups- og útsöluverð vélarolíu síðustu 12 mánuði, frá júlí 2007 til júní 2008. Þetta kemur fram á vef samtakanna.

Þar kemur fram að álagning olíufélaganna til að mæta flutningskostnaði og öðrum rekstrarkostnaði hefur aukist um tæp 23% á þessu ári.

Fyrstu sex mánuði þessa árs var hún 29,63 kr/ltr á móti 24,10 kr/ltr síðustu 6 mánuði ársins 2007. Aukningin er 5,53 kr/ltr eða 23%.

Á tímabilinu voru fluttar inn um 470 milljónir lítra af dieselolíu.

Þá segir að niðurstöður þessarar athugunar rími mjög vel við hliðstæða athugun Félags íslenskra bifreiðaeigenda í júlí, sem sjá má hér

Til að fá upplýsingar um útsöluverð var stuðst við verðlista á litaðri dísilolíu hjá Skeljungi hf. en það er eina fyrirtækið sem hefur bæði núgildandi og eldri verðlista aðgengilega á netinu.

LK segir að það sé nokkuð ljóst að olíufélögin hafi nýtt sér verð- og gengissveiflur til að auka álagninguna býsna rækilega.

Mars sé þar sér á parti, innkaup virðast hafa verið gerð áður en gengið gaf sem mest eftir, en gengið notað sem skálkaskjól til að hækka útsöluverðið langt umfram hækkun innkaupsverðs.

Einnig er ástæða til að geta þess að síðan í júní hefur útsöluverðið lækkað um ca. 5-6 kr/ltr.  Hráolíuverðið var þá kringum 135 USD á tunnuna eins og sjá hér, en er í dag 115-116 dollarar.

Gengi dals er nú um 82 kr sem er svipað og þá.

LK segir að lokum að það sé því alveg ljóst að olíufélögin skuldi viðskiptamönnum sínum talsverðar lækkanir.

Hér má sjá nánari niðurstöður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert