Ólafur vildi nýjan Tjarnarkvartett

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon. mbl.is/Kristinn

Það lá fyrir klukkan ellefu í morgun, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að Ólafur F. Magnússon væri reiðubúinn að segja af sér og víkja sem borgarfulltrúi  fyrir Margréti Sverrisdóttur til að greiða fyrir myndun nýs meirihluta Framsóknar, Samfylkingar, Vinstri grænna og F-listans, sama meirihluta og var við völd í borginni frá því í október á síðasta ári og fram í janúar á þessu ári.

Óskari Bergssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokks, var gert það kunnugt og tók hann sér umþóttunartíma.

Þrátt fyrir þetta er búist við að formlega verði tilkynnt um nýjan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks síðar í dag.
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert