Endalok átaka

Óskar Bergsson
Óskar Bergsson mbl.is/Billi

Úrsögn Marsibil Sæmundardóttur, varaborgarfulltrúa Framsóknarflokksins, og ákvörðun hennar um að starfa með minnihlutanum í borgarstjórn „kemur ekki í veg fyrir að sterkur og starfhæfur meirihluti verði myndaður í borgarstjórn Reykjavíkur á fimmtudaginn kemur,“ segir Óskar Bergsson, verðandi formaður borgarráðs Reykjavíkur.

Hann kveðst hafa fundið fyrir miklum stuðningi við sig í Framsóknarflokknum. Sá stuðningur hafi bæði komið fram í einkasamtölum við flokksmenn og eins í yfirlýsingum flokksfélaga. Þá sýni skoðanakönnun að stuðningur framsóknarmanna við hinn nýja meirihluta í borginni sé yfir 90%. „Ég finn það alls staðar frá að framsóknarmenn eru ánægðir með þessa ákvörðun mína,“ segir Óskar.

Fulltrúalisti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur grisjast mikið frá því í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Óskar kveðst telja það hafa gerst vegna langvarandi innanhússátaka í Framsóknarflokknum. Þau hafi ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með fréttum. „Þetta er frekar arfleifð sem ég sit uppi með heldur en eitthvað sem er að koma upp skyndilega núna,“ sagði Óskar. „Ég lít svo á að með þessari úrsögn sé þessum átökum lokið og að Framsóknarflokkurinn taki nú höndum saman og vinni sig upp úr þeirri lægð sem hann hefur verið í.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert