Hagsmuna landbúnaðarins verður gætt

Ráðherra segir það ætlun stjórnvalda að nýta sér svigrúm til að setja skorður við innflutningi á matvælum sem ekki standist ítrustu kröfur. Stjórnvöld ætli sér að gæta hagsmuna landbúnaðarins.

Á  Sveitasælu 2008 sem haldin var á Sauðárkróki um síðustu helgi flutti Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setningarræðu og ræddi meðal annars um nýja matvælalöggjöf og afleiðingar hennar, auk hlutverks og stöðu landbúnaðarins í breytilegum heimi. Það er Búnaðarblaðið sem skýrir frá þessu.

Í ræðunni kom meðal annars fram að stjórnvöld hafi svigrúm til að setja skorður við innflutning á matvælum sem ekki standast ítrustu kröfur og ætli ráðherra að nýta sér það.

Segir hann að það sé vilji fárra að ganga þannig frá löggjöfinni að hagsmunir landbúnaðarins og úrvinnslugreinanna verði fyrir borð bornir.  Það sé ásetningur stjórnvalda að hagsmuna landbúnaðar okkar sé gætt.


Ræða ráðherrans á vef BBL.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert