Jarðskjálftar við Grímsey

Tveir snarpir jarðskjálftakippir, upp á 3,7 og 3,8 stig, urðu kl. 13.21 í gær. Upptök fyrri skjálftans voru 21,9 km ASA af Grímsey og hins 13 km ASA af Grímsey, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum sem birtar eru á heimasíðu Veðurstofu Íslands.

Þá urðu aftur tveir snarpir jarðskjálftar klukkan 4:22 í nótt á svipuðum slóðum og mældust þeir 3,5 og 3,1 stig.

Nokkur skjálftahrina kom eftir hádegið í gær eftir fremur tíðindalitla nótt. Upptök flestra jarðskjálftanna eru í 10–20 km fjarlægð austur og austsuðaustur af Grímsey.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert