Stór klettur hrundi úr Ingólfsfjalli

Grjót sem hrundi úr Ingólfsfjalli í jarðskjálftanum í lok maí
Grjót sem hrundi úr Ingólfsfjalli í jarðskjálftanum í lok maí mbl.is/Kristinn

Svo virðist sem mjög stór klettur hafi fallið úr Ingólfsfjalli fyrir stuttu. Grjóthrunið varð í fjallinu gegnt gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar. Ekki er ljóst hvenær kletturinn féll, en þó er öruggt að það var nokkru eftir að jarðskjálftinn varð í maí.

Jóhann Þorvaldsson á bænum Rein segist sjá klettinn vel frá heimili sínu. „Þetta er svolítið stór klettur sem hefur dottið niður núna,“ segir Jóhann, sem útskýrir að auðvelt sé að sjá hvaðan steinar hafi fallið því öðruvísi litur sé í fjallinu þar sem þeir sátu.

„Mér finnst þetta vera það stærsta sem ég hef séð,“ segir hann, og kveðst hafa talað við fleiri sem ekki segjast hafa séð annað eins áður. Þeirra á meðal er eiginkona Jóhanns, sem búið hefur á svæðinu á þriðja áratug.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert