Mótmælt fyrir utan ráðhúsið

Ungir vinstrimenn eru að safnast saman fyrir utan ráðhúsið
Ungir vinstrimenn eru að safnast saman fyrir utan ráðhúsið mbl.is/G. Rúnar

Liðsmenn ungliðahreyfingar Samfylkingar og Vinstrigrænna í Reykjavík eru byrjaðar að safnast saman fyrir utan Ráðhúsið  undir kjörorðunum „Geymt en ekki gleymt - Okkar Reykjavík“. Mótmælin hófust klukkan 9:30 en borgarstjórnarfundurinn þar sem nýr meirihluti tekur við hefst klukkan tíu.

„Minnum borgarstjórn Reykjavíkur á að það er fólkið og málefnin sem skipta máli en ekki stólarnir. Ruglið er geymt til 2010 -- en ekki gleymt!“ segir í tilkynningu frá Hallveigu - UJ í Reykjavík og Ungum vinstrigrænum, sem ætla að þessu sinni að sniðganga pallana en bjóða uppá „stólahrókeringar utandyra fyrir borgarbúa“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert