„Nýr meirihluti grundvallaður á óheilindum og lygum"

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon. Árvakur/Árni Sæberg

Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, vitnaði til Jóns Arasonar, Hólabiskups, áður en gengið var til atkvæða um embætti borgarstjóra og þeim orðum sem Jón lét falla áður en hann var tekinn af lífi. 

Segir Ólafur að borgin megi ekki við því að fleiri meirihlutaskipti eigi sér stað í borgarstjórn á kjörtímabilinu. Segir hann að nýr meirihluti sé grundvallaður á óheilindum og lygum og það sé ekki gott veganesti. Lýsti hann yfir vantrausti yfir nýjum meirihluta og segist ekki treysta Hönnu Birnu og hennar orðum. „Ég stend frammi fyrir því að hafa verið blekktur," sagði Ólafur.

Sagði Ólafur að brugguð séu launráð í Valhöll gegn honum nú sem áður. Segir hann það misskilning hjá Valhallarmönnum að hans pólitíska ferli sé  lokið og hann haldi ótrauður áfram, meðal annars í flugvallarmálinu. 

Sagði hann að Sjálfstæðismenn hafi, áður en síðasti meirihluti var myndaður, ítrekað reynt að fá hann til samstarfs og það hafi loks tekist þegar hann fór að trúa orðum þeirra.

Vísaði hann til orða Dags B. Eggertssonar um að Ólafur F. hafi verið blekktur af borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Segir Ólafur það nú hafa gengið eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert