Rannsóknir vegna Bitruvirkjunar hefjast á ný

Nýr meirihluti er sammála um að hefja rannsóknir vegna Bitruvirkjunar …
Nýr meirihluti er sammála um að hefja rannsóknir vegna Bitruvirkjunar að nýju. mbl.is/Frikki

Kveðið er á um það í nýjum málefnasamningi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur, að rannsóknir vegna Bitruvirkjunar hefjist á ný. Þá verður strax í haust óskað eftir viðræðum við ríkisvaldið um framkvæmdir vegna Sundabrautar og framtíðarstaðsetningu innanlandsflugvallar.  

Málefnasamningurinn byggist að stórum hluta á samningi flokkanna í fyrri meirihluta en að auki er m.a. gert ráð fyrir aððgerðaáætlun Reykjavíkurborgar vegna breytinga í fjármála- og atvinnuumhverfi lögð fram fyrir.

Þá kemur fram, að sátt hafi náðst um útrásarverkefni Orkuveitu Reykjavíkur með stofnun opins fjárfestingarsjóðs. Frekara fjármagn verði ekki lagt til af hálfu OR, en hlutur fyrirtækisins í sjóðnum ráðist af verðmati verkefna REI. Fjárfestingarsjóðurinn verður opinn öllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert