Færð og ástand vega

Vegagerðin sendir frá sér þessar upplýsingar um færð og ástand vega:

Færð
Vestfirðir
Vegslóðinn undir Skútabjörgum utan Stapadals í Arnarfirði  er nú orðinn ófær öllum bílum.  Verður ekki lagaður fyrr en að vori.

Framkvæmdir
Framkvæmdir standa yfir víða um land og eru vegfarendur beðnir að virða merkingar og hraðatakmarkanir.

Vegna framkvæmda við Uxahryggjaveg er hann seinfarinn.

Verið er að gera mislæg gatnamót á Reykjanesbraut, annars vegar við Arnarnesveg og hins vegar við Vífilsstaðaveg. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát á vinnusvæðum.

Vegna vinnu við gerð undirganga á Reykjanesbraut (41) milli Smáratorgs og Linda hefur akreinum verið hliðrað til suðausturs. Áætluð verklok eru 15. nóvember 2008.

Umferð hefur verið færð á nýja brú við Stapahverfi (mitt á milli Grindavíkurvegar og Njarðvíkur).  Gert er ráð fyrir að þetta framhjáhlaup verði í notkun fram í byrjun október 2008.  Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og virða hámarkshraða á svæðinu.

Hálendið
Þeir sem ætla að aka um hálendið eru beðnir að kynna sér áður en lagt er af stað, hversu erfið leiðin er og hvort hún hæfi þeirra ökutæki. Brýnt er að fólk sýni varúð og kanni vel ástand vaða.  Einnig er minnt á  að akstur utan vega er alltaf bannaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert