Borgarstjórn með fjórðungs fylgi

mbl.is/Frikki

Alls sögðust 47% þátttakenda í könnun Capacent fyrir Stöð 2 mjög andvíg meirihlutasamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn og tæp 15% aðspurðra eru frekar andvíg. Jafngildir þetta því að um tveir þriðju aðspurðra séu andvígir nýja meirihlutanum.

Rúm 9% prósent aðspurðra eru hins vegar mjög fylgjandi og um 14% frekar fylgjandi.

Könnunin var gerð á sjö daga tímabili og hófst daginn sem nýr meirihluti sjálfstæðismanna og Framsóknarflokksins var kynntur hinn 14. ágúst. Samkvæmt könnuninni eru 14,6% hvorki fylgjandi né andvíg. Í könnuninni var athuguð afstaða 730 Reykvíkinga á aldrinum 18-75 ára. Svarhlutfall var 55,1%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert