Björn átti fund með þýska innanríkisráðherranum

Björn Bjarnason og Wolfgang Schäuble.
Björn Bjarnason og Wolfgang Schäuble.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, ræddi við  Wolfgang Schäuble, innanríkisráðherra Þýskalands, á þriggja tíma fundi í Berlín í dag.

Fram kemur á vef dómsmálaráðuneytisins, að ráðherrarnir  hafi rætt Schengen-samstarfið og þróun þess.

Þá lýsti Schäuble stuðningi við ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar um aðild Íslands að Prüm-lögreglusamstarfinu í Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert