Skoðar bankareikning án leyfis

„Ég kveið alltaf fyrir mánudeginum, þegar ég fór út að skemmta mér, að hann færi að skoða reikninginn minn. Ég var á tímabili farin að taka alltaf út úr hraðbanka,“ segir ung kona en fyrrverandi sambýlismaður hennar og barnsfaðir, sem vinnur sem þjónustufulltrúi í viðskiptabanka hennar, fylgist í leyfisleysi með bankareikningi hennar.

Að sögn konunnar, sem ekki vill láta nafns síns getið, slitu hún og maðurinn samvistum fyrir um ári en sambandið var stormasamt og hún beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi. Er hún nú að reyna að skipta um banka en það er hægara sagt en gert vegna lána og yfirdráttar.

„Þegar við hættum saman fór hann að spyrja mig alls konar spurninga til að athuga hvort ég væri að ljúga að honum eða ekki. Ég bar dálítinn ótta til hans því hann er skapmikill,“ segir hún og nefnir sem dæmi að hann hafi fylgst með hvenær hún tók leigubíl heim um helgar eftir skemmtanir. Þá hafi hann spurt hví hún væri að eyða í hluti fyrir sjálfa sig sem hún hefði ekki gert meðan þau voru saman, nokkuð sem var ómögulegt fyrir hann að vita nema hafa skoðað kortanotkun hennar.

„Þetta er svo mikil stjórnun. Sama hvað gekk á á undan þá er þetta svo mikil innrás í mitt einkalíf. Ég á náttúrlega að fá að ráða því sjálf hvað ég nota peningana mína í og klukkan hvað ég kem heim,“ segir hún. Aðspurð segist hún ekki þora að kvarta undan manninum auk þess sem hún sé aðeins nýlega búin að uppgötva hvað hegðun hans er óeðlileg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert