16 flugmönnum sagt upp hjá Icelandair

Sextán flugmönnum Icelandair hefur verið sagt upp til viðbótar við þá átta sem fengu reisupassann nýverið. Á aðeins þremur mánuðum hafa 112 flugmenn Icelandair misst vinnuna. Ástæðan fyrir uppsögnunum er sú að verkefni flugfélagsins í Venesúela var sagt upp. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarps.

 Í uppsögnunum var farið eftir starfsaldri. Áttatíu og átta flugmönnum Icelandair var sagt upp í hópuppsögnum í júní, nýverið fengu svo átta til viðbótar reisupassann. Með nýjustu uppsögnunum er því ljóst að alls hafa 112 flugmenn, á aðeins þremur mánuðum, misst vinnu sína hjá Icelandair.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert