Á sjötta milljarð króna til um 800 bænda í skógrækt

Skógrækt
Skógrækt mbl.is/Rax

Nær 800 bændur og landeigendur víða um land eru þátttakendur í landshlutaverkefnum í skógrækt og skjólbeltaræktun. Þessi aðferð við að hvetja til skógræktar á bújörðum hófst með starfsemi Héraðsskóga á Fljótsdalshéraði árið 1990 og hefur breiðst út um allt land. Frá árinu 1990 nema beinir styrkir til þessa verkefnis tæplega 4,2 milljörðum á verðlagi hvers árs eða um 5,3 milljörðum króna framreiknað.

Plantað hefur verið í nær 20 þúsund hektara undir merkjum landshlutaverkefna og er árleg gróðursetning nú komin upp í um tvö þúsund hektara. Síðustu ár hefur verið plantað um fimm milljón plöntum árlega. Landshlutaverkefnin fimm eru til samans með um 80% þeirrar gróðursetningar.

Þeir sem stunda þessa starfsemi hafa stofnað með sér félagsskap; Landssamtök skógareigenda. Formaður er Edda Björnsdóttir á Miðhúsum við Egilsstaði, og framkvæmdastjóri í hlutastarfi er Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga. Landeigandi leggur fram land undir skógræktina en ríkið kemur síðan til móts við hann með styrk sem nemur 97% af stofnkostnaði samkvæmt sérstökum samningi í hverju tilviki. Sú upphæð á að mæta kostnaði við girðingar, jarðvinnslu, plöntur, gróðursetningu og áburð.

Auk bændanna sem vinna hluta úr ári við skógræktina skapa landshlutaverkefnin um 20 störf við stjórnun og þjónustu í landshlutunum. Plöntuframleiðsla hefur stóraukist á síðustu árum og skapar fjölmörg störf stærstan hluta ársins. Verktakar hafa í auknum mæli tekið að sér gróðursetningu og vinnu við girðingar. Erfitt er að áætla hversu mög bein og afleidd störf verkefnin skapa en giska má á að um 3-400 heilsársstörf geti verið að ræða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert