Hærra verð fyrir lífrænt

Mbl.is/Árni Torfason

SAH afurðir á Blönduósi munu á þessu ári greiða 20% hærra verð fyrir lífrænt vottað dilkakjöt en annað dilkakjöt. 

Framleiðendur á slíku kjöti eru fáir en þetta er í fyrsta skipti samkvæmt upplýsingum saudfe.is sem að þeir fá hærra verð en aðrir fyrir afurðir sínar. 

Aðeins SAH afurðir og Sláturhús KVH á Hvammstanga hafa vottun til að geta slátrað lífrænt ræktuðum lömbum. 

Vefur Landssamtaka sauðfjárbænda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert