Mikill áhugi á frystingu lána

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður

Fimmtíu umsóknir hafa borist Íbúðalánasjóði um frystingu lána síðan byrjað var að bjóða upp á þann kost um miðjan ágústmánuð. Þá var tekin sú ákvörðun að heimila þeim sem eiga tvær húseignir, en hafa ekki getað selt aðra þeirra, að fresta afborgunum af lánum af annarri eða báðum eignunum. Að sögn Gylfa Guðmundssonar, sérfræðings á lögfræðisviði Íbúðalánasjóðs, stendur fólki til boða að frysta lánin í allt að eitt ár.

Gylfi segir jafnframt að mjög mikið hafi verið hringt og spurst fyrir um frystinguna síðan tilkynnt var um hana. Ljóst sé að margir sem þurfi að borga af tveimur háum lánum séu í töluverðum vandræðum

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert