Fimm stig gefa 375 þúsund krónur

Breiðavík
Breiðavík mbl.is/Ómar

Mikil reiði er innan Breiðavíkursamtakanna vegna draga að frumvarpi til laga um bætur þeim til handa. Þykir mönnum sem bæturnar séu of lágar, og gera alvarlegar athugasemdir við hvernig þær eru reiknaðar út. Formaður samtakanna telur að bæturnar verði að endingu ákvarðaðar með geðþóttaákvörðun.

Frumvarpsdrögin taka til allra barna og ungmenna sem vistuð voru á meðferðarheimilum á vegum ríkisins. Það þykir Bárði Ragnari Jónssyni, formanni Breiðavíkursamtakanna, ótækt enda lítur hann svo á að Breiðavík hafi verið frábrugðið öðrum heimilum.

Samkvæmt frumvarpsdrögum verða bætur greiddar út samkvæmt nokkurs konar stigakerfi, og eftir miska hvers og eins. Sérstök dómnefnd reiknar stigin út eftir gögnum viðkomandi en einnig verði hægt að óska eftir viðtali hjá nefndinni. Hljóti fyrrverandi vistamaður fimm stig mun hann fá útgreiddar um 375 þúsund krónur, sem er lægsta upphæð sem veitt verður. Fái hann þrjátíu stig fær hann hins vegar 2.085 þúsund krónur, sem er hámarkið.

Vilja vinnuframlagið greitt

Bárður segir ómögulegt að reikna út slíkar þjáningabætur, ekki síst hjá þeim sem upplifðu harðræði og ofbeldi fyrir nærri hálfri öld.

Samtökin stungu upp á annarri aðferðafræði; að greitt yrði fyrir vinnuframlag hvers og eins á vistunartímanum. Þá yrðu reiknuð út vinnulaun fyrir tólf stunda vinnudag sex daga vikunnar en styttri vinnudag á sunnudögum.

Samkvæmt þeim útreikningum og meðalvistunartíma sem var 21 vika, ættu bæturnar frá ríkinu til fyrrverandi vistmanna að vera frá 10 til 25 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert