Læddist óboðinn inn á heimili að nóttu til

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar manns sem aðfaranótt laugardags komst í leyfisleysi inn í hús á Grettisgötu í Reykjavík. Húsráðendur voru heima. Húsráðendur voru sofandi þegar maðurinn komst inn, en að sögn lögreglu var barn þeirra á meðal.

Ekki fengust upplýsingar um það hjá lögreglu hvað manninum gekk til með innbrotinu, hvort hann hafði á brott með sér verðmæti eða áreitti íbúana á einhvern hátt.

Svo fór að heimilisfólk vaknaði við ferðir hans og kom að honum inni í húsinu. Þá er hann sagður hafa lagt á flótta, en ekki hefur náðst til hans síðan þá.

Lögregla vinnur að rannsókn málsins og hefur að sögn hugmynd um hver maðurinn er.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert