Myndi taka þessa ákvörðun aftur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skoðar verðlaun Sturlu Ásgeirssonar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skoðar verðlaun Sturlu Ásgeirssonar. mbl.is/Brynjar Gauti

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, sagði á Alþingi í dag, að mjög þýðingarmikið hefði verið að ábyrgðarmaður íþróttamála hefði sótt þann viðburð þegar Íslendingar léku um gullverðlaun í handboltakeppni ólympíuleikanna í Peking. 

Menntamálaráðherra var að svara fyrirspurn frá Jóni Magnússyni, þingmanni Frjálslynda flokksins, um síðari ferðina. Fram kom hjá Þorgerði Katrínu, að sú ferð hefði kostað um 1,8 milljónir króna og að ekki hefðu verið greiddir dagpeningar til maka ráðherra fremur en í öðrum ferðum hans.

Hún sagðist einnig hafa tekið ákvörðun um að taka vel á móti íslensku ólympíuförunum. „Ég myndi taka þessar ákvarðanir aftur enda tók þjóðin á móti strákunum með reisn," sagði Þorgerður Katrín. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert