Samningar tókust ekki

Ljósmæður við Alþingi í síðustu viku.
Ljósmæður við Alþingi í síðustu viku. mbl.is/Golli

Samningafundi ljósmæðra við samninganefnd ríkisins lauk nú um klukkan hálfellefu í kvöld án árangurs. Ljósmæður stóðu fastar við sitt enda hafa þær áður sagt að þær telja sig hafa gefið eftir eins mikið og mögulegt sé. Ekkert nýtt kom fram af hálfu ríkisins og því miðaði umræðum lítið.

Fundurinn stóð í allan dag frá klukkan 13 eða níu klukkustundir samtals. Næsti fundur hefur verið boðaður klukkan 13 á morgun en semjist ekki skellur næsta verkfall á eftir miðnætti á miðvikudag og stendur í tvo sólarhringa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert