Ljósmæður: Uppsagnir löglegar

Ljósmæður telja uppsagnir fyllilega standast lög.
Ljósmæður telja uppsagnir fyllilega standast lög. mbl.is/Golli

„Þetta er það eina tillegg sem hann hefur til þessarar umræðu," sagði Guðlaug Einarsdóttir formaður LMFÍ um stefnu fjármálaráðherra á hendur Ljósmæðrafélagi Íslands.

Ljósmæðrafélagið fundaði fyrir skömmu með lögmanni sínum og þeim ljósmæðrum sem sögðu upp störfum í lok júní vegna stefnu fjármálaráðherra þar sem farið er fram á að félagsdómur lýsi þær uppsagnir ólögmætar.

Málið verður flutt í næstu viku og ræddu ljósmæður við lögmann sinn um málið. 

„Uppsagnirnar eru á einstaklings basis og hver og ein ljósmóðir hefur sagt upp á sínum forsendum," sagði Guðlaug. „Það er í valdi hverrar og einnar ljósmóður að draga uppsögn sína til baka, ekki félagsins.“

Gildismatið er síðan 1962

Guðlaug sagði að megnið af uppsögnunum komu í kjölfar mikils hitafundar í lok júní. „Gunnar Björnsson formaður samninganefndar ríkisins var inntur eftir því hvort afstaða hans til krafna ljósmæðra við launaleiðréttingu hefði breyst við að heyra kröfurnar. Þá sagði hann að afstaða samninganefndar ríkisins hefði ekki breyst síðan 1962. Þar höfum við loksins skýringu á því hvað fulltrúar fjármálaráðuneytisins með eðli starfa en ekki menntun en það er það sem hann vill launa fyrir og það gildismat er síðan 1962 og ef þetta gerir ekki hverja manneskju brjálaða sem heldur virkilega að öll kvenna- og jafnréttisbarátta síðastliðin 50 ár hafi verið til einhvers, þá veit ég ekki hvað,"sagði Guðlaug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert