Máli Þórarins lokið

Þórarinn Ingi Jónsson. .
Þórarinn Ingi Jónsson. .

Réttað var í máli íslenska myndlistarnemans Þórarins Inga Jónssonar í Toronto í gær vegna þess uppátækis hans að koma listaverki í líki sprengju fyrir í listasafni þar í borg. Lögmaður Þórararins sagði að málið hefði verið fellt niður að því tilskildu að hann héldi skilorð í níu mánuði.

Brotið verður ekki fært á sakaskrá, að sögn lögmannsins.

Pokann merkti Þórarinn með orðunum „þetta er ekki sprengja“, hringdi svo í safnið og tilkynnti að það væri ekki sprengja í pokanum. Öryggisvörður á safninu fann pokann og hringdi á lögregluna sem mætti með fjölmennt lið og girti safnið af. Þórarinn var í kjölfarið ákærður fyrir óspektir, að raska allsherjarreglu og valda safninu fjárhagslegu tjóni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert