Tölvur í löggubíla

Lögreglubílar eiga allir að vera orðnir tölvuvæddir árið 2011, að því er fram kemur í ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2007. Til stendur að koma tölvubúnaðinum fyrir í lögreglubílunum til þess að flýta afgreiðslu mála og til að bæta nýtingu mannaflans. Með því á að vera hægt að verja meiri tíma en áður í eftirlit og útköll.

Ljúka á uppsetningu Tetra-fjarskiptakerfisins þannig að það nái til alls landsins samkvæmt áætlun ríkislögreglustjóra fyrir árið 2008. Meðal áhersluatriða á löggæslu- og öryggissviði er að auka samstarf og samskipti við alþjóðalögreglu. Það á að gera með bættum aðgangi að gagnabönkum og fleiri ráðstöfunum. Einnig mun sérsveitin verða efld, m.a. með samhæfingu við önnur svið lögreglu.

Keypt var 21 nýtt ökutæki fyrir lögregluna í fyrra. Kostnaður við þau og búnað nam um 90 milljónum. Fjögur ný lögreglubifhjól voru tekin í notkun. Þau eru búin radartækjum og er stefnt að því að búa þau „Eyevitness“-upptökutækjum en þau eru nú í 55% merktra eftirlitsbíla lögreglunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert