Opinber yfirráð orkumála ekki æskilegri en einkaframtak

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Geir H. Haarde forsætisráðherra ávarpaði ráðstefnu Alþjóðaorkumálaráðsins í Lundúnum í gær. Þar fjallaði hann um árangur Íslands í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Einnig um hlutverk stjórnvalda í að ryðja nýrri framtíð í orkumálum braut.

Geir sagði m.a. að Sjálfstæðisflokkurinn, sem hann veitti forystu, hefði staðið fyrir mikilli einkavæðingu fyrirtækja í opinberri eigu undanfarin 17 ár, að undanskildum orkufyrirtækjum. Hann sagði að það myndi stríða gegn sannfæringu sinni og stefnuskrá flokksins að halda því fram að yfirráð ríkisins í orkugeiranum væru í meginatriðum æskilegri en einkaframtakið. Engu að síður þyrfti hvert land eða landsvæði að finna heppilegt fyrirkomulag. Hann sagði að lengi hefði ríkt samstaða meðal íslensku þjóðarinnar um opinbert eignarhald á þessu sviði og að til skamms tíma hefði ekki verið neinn annar fjárhagslegur valkostur.

Samvinna einkaframtaks og hins opinbera stundum æskileg

Geir sagði að umbreytingin frá því að nota fyrst og fremst jarðefnaeldsneyti til notkunar á endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi hefði byggst á meðvitaðri stjórnmálalegri ákvörðun. Fjárfestingin á hvern þegn hefði verið mikil í upphafi en hún hefði skilað sér. Þetta hefði tekist með virkri þátttöku ríkis og sveitarfélaga, aðallega vegna þess að á þeim tíma hefði enginn annar getað tekið frumkvæðið eða útvegað fjármagnið. Geir sagði að sumir gætu haldið því fram að slík umbreyting orkukerfis þjóðar gæti aðeins orðið fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar, en það réðist af staðbundnum aðstæðum og að í sumum tilvikum gæti samvinna einkaframtaks og hins opinbera verið æskilegri.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert