Neikvæðar afleiðingar fyrir hælisleitendur

Í Ytri Njarðvík búa hælisleitendur á gistiheimilinu Fit.
Í Ytri Njarðvík búa hælisleitendur á gistiheimilinu Fit. mbl.is/ÞÖK

Aðgerðir eins og þær sem lögregla greip til á dvalarstöðum hælisleitenda í Reykjanesbæ fimmtudaginn 11. september geta tvímælalaust haft neikvæðar afleiðingar fyrir þá hælisleitendur sem hér bíða úrlausnar sinna mála. Þetta segir Atli Viðar Thorstensen, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.

Rauði krossinn ræddi í kjölfar húsleitarinnar við alla hælisleitendurna. „Okkur finnst tilefni til þess að fara mjög ítarlega ofan í kjölinn á öllu málinu. Við erum farin að undirbúa slíkt og ætlum að fá utanaðkomandi aðila til þess að rannsaka málið, ekki síst framkvæmd húsleitarinnar,“ segir hann.

Í kringum húsleitina og í framhaldi hennar hafi það brunnið við að hælisleitendurnir hafi verið brennimerktir sem einsleitur hópur fólks sem hafi eitthvað að fela. Atli segir að fram hafi komið í samtölum við hælisleitendurna að fólki finnist það mæta ákveðnum hindrunum og fordómum í því samfélagi sem það býr í. „Fólk lýsti ótta yfir því að þetta gæti haft neikvæð áhrif á stöðu þess.“ Atli Viðar segir að Rauða krossinum hafi ekki verið tilkynnt með formlegum hætti hvað hafi komið út úr húsleitinni. „En eftir því sem okkur virðist í fjölmiðlum er full ástæða til þess að skoða það hvort tilefnið hafi verið það ríkt að það hafi þurft að fara í svona umfangsmikla húsleit,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert