Ræða þarf starfstíma barna

mbl.is

Tæplega 90% barna dvelja sjö klukkustundir eða lengur í leikskólum á degi hverjum, og vitað er um börn sem dvelja mun lengur eða allt að níu klukkustundir á dag. Viðverutími barna hefur lengst mikið á undanförnum árum og telur umboðsmaður barna nauðsynlegt að huga að starfstíma barna í leik- og grunnskólum.

Umboðsmaður hefur sent menntamálaráðherra bréf þar sem segir að mikilvægt sé að umræða hefjist milli þeirra sem eiga hlut að máli, s.s. stjórnvalda, atvinnurekenda, foreldra og skóla „með það að markmiði að tryggja börnum rétt til að fá notið bernsku sinnar og samskipta við foreldra“.

Að mati umboðsmanns er um að ræða mikilvægt hagsmunamál sem ekki er á færi hans eins að ráða fram úr. Aðkomu ólíkra aðila innan samfélagsins þarf til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert